Í raun er þetta 65,8% stuðningur

Þar sem 30,8% kosningabæra manna nýttu ekki sinn kosningarétt, voru þeir í raun að styðja áframhaldandi setu Ólafs.
Þá eru í raun 65,8% kosningabæra manna sem styðja Ólaf.
mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er venjulega heimskra manna háttur að túlka heimsetu kjósenda í kosningum sem fullan stuðning við þeirra málstað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2012 kl. 14:23

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég átta mig ekki á stærðfræðinni á bakvið þessa færslu. Það er ekki hægt að taka mið af afstöðu þeirra sem ekki kusu.

Það var kosið. Tæp 70% atkvæðabærra manna kusu. Einn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta og er réttkjörinn forseti. Punktur.

Haraldur Hansson, 1.7.2012 kl. 15:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eina afstaðan sem hægt er að ætla þeim sem ekki kusu, er að þeir séu hvorki með né móti. Hlutlausir.

Þannig er það eins og Haraldur og Axel segja; úrslitin markast af vilja þeirra sem hafa skoðun - ekki hinna.

Reyndar er 70% kosningaþátttaka alls ekki svo slæm.

Kolbrún Hilmars, 1.7.2012 kl. 16:18

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tja, ef Ólína og félagar ætla að reikna öll heimasetuatkvæðin yfir á andstæðinga Ólafs (eða sem kosningu gegn honum) þá er alveg eins hægt að reikna þau sem kosningu með honum. Tek samt undir með Haraldi að þetta eru bara úrslitin í kosningum þar sem allir fengu tækifæri að segja hug sinn. Svona reiknikúnstir sumra stjórnast meira af afstöðu þeirra með eða á móti einstaka frambjóðendum, heldur en tölfræðikunnáttu.

Theódór Norðkvist, 1.7.2012 kl. 22:24

5 Smámynd: Jóhann Ásberg Eiríksson

Fræðin er mjög einföld. Það er enginn hlutlaus í kosningu. Þögn er sama og samþykki. Með því að nýta ekki kosningaréttinn er viðkomandi í raun að styðja sigurvegarann sem er í þessu tilfelli Ólafur. Þeir sem mæta á kjörstað og skila auðu eða ógildum seðli eru á sama hátt að styðja sigurvegarann þó svo það hafi kanski einhverja táknræna merkingu.  Fólk á að nýta kostningarétturinn. Sigur Ólafs er því mjög afgerandi.

Jóhann Ásberg Eiríksson, 2.7.2012 kl. 22:25

6 identicon

Síðan hvenær er Ólína sannfærandi? Hún kvartar og kveinar og öskar og æpir ef einhver andar á foryngja hennar og Herra Össur-ei-svo-skarpan, en segir ekki neitt ef ráðist er ranglega að neinum sem hefur ekki "réttar skoðanir". Hún stendur bara með "sínu fólki", líkt og aðrir mafíumeðlimir, svo og annað hugsjóna- og prinsipplaust fólk, sem skilur enga heimspeki, bara blinda foryngjahlýðni. Hún er svokallaður FLOKKSHUNDUR (afsakið hundaeigendur og hundar, en þið skiljið hvað ég meina, glæpur að líkja hundum við slíka, ég veit), og þeir gelta bara þegar ráðist er á húsbóndann. Hún kann bara að hlýða, vera þæg og segja "HEIL!" á réttum stundum, rétt eins og Þóra hennar átti að gera, en það er ENGINN séns hún fá nokkurn tíman jafn stórt tækifæri og Þóra á neinu sviði lífsins, því sá heimur er að rísa þar sem FLOKKSHUNDAR, sama í hvaða flokki, fá ENGIN tækifæri meir, heldur bara ALVÖRU FÓLK!

Anti-Flokks-Hundismi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Ásberg Eiríksson

Höfundur

Jóhann Ásberg Eiríksson
Jóhann Ásberg Eiríksson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband